Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

„Vorum ekki viss um hvað trans væri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ronja Sif Magnúsdóttir er átta ára lífsglöð trans stelpa sem var fullviss um sitt rétta kyn um svipað leyti og hún fór að tala. Hún fékk nýtt nafn þegar hún var fjögurra ára og hefur blómstrað síðan sem er ekki síst að þakka víðsýni foreldranna og frábærum viðtökum samfélagsins í kringum þau.

„Um þriggja til fjögurra ára aldurinn var Ronja farin að stelast í fötin hjá systur sinni, setti buff á höfuðið til að nota sem sítt hár og vildi nánast bara klæðast sokkabuxum og stuttbuxum því það virkaði líkt og hún væri í pilsi,“ segir Stefanía Ósk Benediktsdóttir, móðir Ronju.

„Þegar hún var rúmlega fjögurra ára fórum við á fund með forsvarsfólki leikskólans sem vildi ræða hegðun hennar við okkur. Starfsfólk deildarinnar vissi ekki hvernig það átti að svara henni því hún sagðist vilja vera stelpa. Það vildi heyra hvernig við svöruðum henni og samræma þannig gerðir okkar allra. En málið var að við vissum heldur ekkert hvernig við áttum að tala við hana né hvað við áttum að segja. Við hittum sálfræðing sem benti okkur á að fá fund með Sigríði Birnu Valsdóttur, ráðgjafa hjá Samtökunum ´78, sem er sérhæfð í málefnum trans barna og ungmenna,“ segir Stefanía og þau fengu fund með henni í lok nóvember 2015.

Eftir hann gerðust hlutirnir hratt. „Við lýstum barninu okkar fyrir henni og eftir gott spjall var okkur sagt að hún væri skólabókardæmi um trans stelpu. Við ættum bara að gefa henni frelsi til að vera eins og hún vildi vera. Við ættum einnig að segja öllum nákomnum frá frelsinu sem við gáfum henni. Tala við starfsfólk leikskólans og halda foreldrafund til að fræða foreldra deildarinnar. Við keyrðum heim úr bænum frekar ringluð enda vorum við ekki alveg viss um hvað trans væri.

Við keyrðum heim úr bænum frekar ringluð enda vorum við ekki alveg viss um hvað trans væri.

Auðvitað viljum við börnunum okkar það besta í heiminum svo það kom aldrei annað til greina en að gefa henni þetta frelsi. Eftir að hún fékk það gerðist allt rosalega hratt. Strax í desember var hún farin að klæðast kjólum og milli jóla og nýárs var hún komin með nýtt nafn.“

Samfélagið í Flóahreppi hefur tekið Ronju frábærlega og ekki síst íþróttafélögin á svæðinu sem hafa ekki hikað við að leyfa henni að æfa og keppa með stelpunum. Ítarlegt viðtal er við móður Ronju, Stefaníu Ósk, í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -