Laugardagur 14. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

WAB verður Play

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýja íslenska flugfélagið heitir Play.

 

Forsvarsmenn félagsins sem hingað til hefur gengið undir nafninu WAB kynntu áform sín á blaðamannafundi í Perlunni.

Stofnendur félagsins Arnar Már, forstjóri, Þóroddur Ari meðeigandi, Bogi Guðmundsson og  Sveinn Ingi kynntu áformin.

Í upphafi fundar kom fram að rauður er þemalitur nýja flugfélagsins. Ástæðan er „ástríða“ og vísun í eldgos. Nýja flugfélagið heitir þá Play.

„Þemað skiptir gríðarlega miklu máli,“ sagði Arnar Már.

Arnar fór yfir fókus nýja flugfélagsins. Þar nefndi hann: stundvísi, einfaldleika, hagstætt verð og gleði. „Við ætlum að vera á áætlun,“ sagði hann meðal annars. „Við förum til útlanda til þess að leika okkur,“ bætti hann við.

„Við ætlum að vera á áætlun.“

- Auglýsing -

Play mun fljúga nýlegum Airbus A320 vélum, um leiguvélar er að ræða. Play er á lokametrunum í undirbúning. Verið er að ganga frá flugrekstrarleyfi og ýmsum samningum að sögn Arnars.

Gefa ekki upp nákvæma áfángastaði að svo stöddu.

Vefsíðan FLYPLAY.com er heimasíða flugfélagsins Play. Áætla að hefja sölu flugmiða í nóvember.

- Auglýsing -
Vefsíðan FLYPLAY.com er heimasíða flugfélagsins Play.

„Við þurfum gríðarlega mikið af starfsfólki,“ sagði Arnar í svari við spurningu blaðamanns og benti á að hægt er að sækja um starf hjá Play á vefnum.

María Margrét Jóhannsdóttir, stýrði fundinum en hún var áður verkefnastjóri á samskiptasviði flugfélagsins WOW air.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -