2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

WOW flýgur til Orlando í fyrsta sinn

Nýr áfangastaður Wow air í Bandaríkjunum.

Skúli Mogensen, forstjóri Wow air.

Flugfélagið Wow air lætur ekki deigan síga og tilkynnti í vikunni nýjan áfangastað í vetur. Áætlunarlug til Orlando hefst í desember og verður flogið þangað þrisvar í viku í allan vetur til 30. apríl.

Lent verður á flugvellinum Orlando International og tekur flugið rúmar átta klukkustundir. Lægsta verð á flugfari á þessari leið er tæpar 20.000 krónur aðra leið.

Í fréttatilkynningu frá Wow air er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra Wow air að Orlando sé skemmtilegur staður sem lengi hafi notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum. „Með því að bjóða upp á flug á hagstæðum kjörum gerum við fleirum kleift að ferðast og njóta lífsins í sólinni,“ segir Skúli.

AUGLÝSING


Sala á flugferðum til Orlando hófst í gær á heimasíðu Wow air.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is