2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

WOW air hætt

Rekstri flugfélagsins hefur verið hætt.

Flugfélagið WOW hefur hætt starfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið hefur sent frá sér á vef sínum.

WOW sendi frá sér tilkynningu í nótt þar sem fram kom að félagið hefði stöðvað allt flug, en að gripið hefði verið til þeirrar ráðstöfunar vegna þess að félagið væri á „lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu“.

Engar skýringar fengust þá á því hvers vegna flug var fellt niður. Var frekari upplýsinga að vænta frá félaginu klukkan níu, en nú liggur hins begar ljóst fyrir að WOW air hefur hætt starfsemi.

Á vef WOW air kemur fram hvert farþegar félagsins geta snúið sér í ljósi þessara tíðinda.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is