Sunnudagur 15. september, 2024
6.1 C
Reykjavik

Wuhan-kórónaveiran: Smit staðfest í Svíþjóð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Wuhan-kórónaveiran hefur nú greinst í Svíþjóð, en Sóttvarnastofnunin í Svíþjóð og heilbrigðisyfirvöld í Jönköping greindu frá því nú í dag.

Kona sem var nýlega á ferðalagi í Kína hefur verið sett í einangrun á Ryhov-sjúkrahúsi í Jönköping. Konan er þó ekki alvarlega veik samkvæmt tilkynningu Sóttvarnastofnunar.

RÚV greindi frá.

Í tilkynningunni segir að lítil hætta sé á því að Wuhan-kórónaveiran smitist manna á milli í Svíþjóð og heilbrigðisstarfsfólk sé vel í stakk búið til að bregðast rétt við þegar smit kemur upp.

Staðfest smit í Evrópu eru því orðin 17 talsins, tvö á Ítalíu, sex í Frakklandi, fimm í Þýskalandi, tvö í Bretlandi, eitt í Finnlandi og eitt í Svíþjóð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -