2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Yfirheyrðir á miðvikudag að viðstöddum verjendum og túlki

Íslendingarnir tveir sem eru í haldi lögreglunnar í Noregi í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni verða yfirheyrðir á miðvikudaginn.

 

Mennirnir tveir sem eru í haldi í tengslum við harmleikinn í Mehamn í Noregi, þar sem íslenskur karlmaður, Gísli Þór Þórarinsson, var skotinn til bana, verða yfirheyrðir á miðvikudaginn að viðstöddum verjendum og túlki. Þetta kemur fram í svari Silju Arvola hjá lögreglunni í Finnmörku við fyrirspurn fréttastofu Vísis.

Í frétt Vísis kemur einnig fram að mennirnir verða leiddir fyrir dómara klukkan 19.00 og 19.30 í kvöld að staðartíma.

Á norska héraðsfréttavefnum ifinnmark.no er haft eftir talmanni lögreglunnar í Finnmörku að réttarhöldin hafi tafist þar sem beðið er eftir íslenskum túlki. Ferðalag hans til Vadsø mun hafa tafist vegna verkfalla flugmanna SAS.

AUGLÝSING


Þá segir einnig að farið verði fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir öðrum manninum, þeim sem er hálfbróðir hins látna. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum manninum. Báðir eru þeir Íslendingar.

Sjá einnig: Systir hins látna tjáir sig: „Sársaukinn er ólýsanlegur”

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is