Miðvikudagur 29. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Yfirlögfræðingur Samherja verður áfram með réttarstöðu sakbornings

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

 

Yfirlögfræðingur Samherja – Arna McClure – verður áfram með réttarstöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara í Samherjamálinu.

Arna hefur haft réttarstöðu sakbornings í tæp þrjú ár; fór hún þess á leit að rannsókn á hendur sér yrði hætt, en ósk hennar varð ekki að veruleika.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu Örnu.

Eins og fram hefur komið hefur Arna haft réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á meintum mútugreiðslum Samherja í Namibíu; 4 vikur eru liðnar síðan tekist var á um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort áðurnefnd Arna ætti áfram að vera með stöðu sakbornings í Samherjamálinu eður ei.

Arna er nú ein af 9 með réttarstöðu sakbornings í málinu.

- Auglýsing -

Ekki er algengt að slík krafa sé lögð fram; þá er einnig sjaldgæft að dómstólar nýti sér þær 4 vikur er þeir hafa til að úrskurða í frávísunarmálum.

Arna og lögmaður hennar hafa nú 3 daga til að taka afstöðu til þess hvort úrskurðurinn verði kærður til Landsréttar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -