Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Ólafur lögmaður Róberts er tvísaga: Viðurkennir nú milljónagreiðslur til Kristjóns eftir innbrotið

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ólafur Kristinsson lögmaður sendi Mannlífi yfirlýsingu föstudaginn 11. mars vegna peningagreiðslna hans til Kristjóns Kormáks þann 21. janúar síðastliðinn, daginn eftir innbrot á skrifstofu Mannlífs þar sem hann viðurkenndi að hafa innt af hendir greiðslur til Kristjóns undanfarana mánuði, þess á meðal daginn eftir innbrotið á ritstjórn Mannlífs. Í febrúar hafði Ólafur ítrekað tjáð blaðamanni Mannlífs að hann hefði ráðið Kristjón í verkefni fyrir sig, algjörlega ótengt Róberti Wessman, og hefði verið gengið frá bæði fyrstu og síðustu greiðslu frá honum til Kristjóns í september á síðasta ári. Hann þvertók fyrir að greiðslur hefðu átt sér stað eftir þann tíma.

Afrit af annari millifærslunni þann 21.janúar. Má sjá bæði afritin í helgarblaði Mannlífs

Mannlíf hafði samband við Láru Ómarsdóttur, talsmann Róberts Wessman, þann 11. mars og voru henni sendar eftirfarandi spurningar:

1. Hvað vitið þið um millifærslur frá Lögsögu (Ólafi Kristinssyni) til Kristjóns Kormáks (24.is) þann 21. janúar síðastliðinn?
2. Þann 18. febrúar sendi Kristjón tölvupóst til Róberts þar sem hann segist vilja að játa innbrotið, kannast Róbert við það?

Lára svaraði tölvupóstinum síðar sama dag:
„Þar sem ég tel ekki rétt að ég svari fyrir hönd Lögsögu hafði ég samband við Ólaf Kristinsson, lögmann Lögsögu og greindi honum frá fyrirspurn ykkar.
Hann sagðist ætla að senda ykkur svar við fyrri spurningunni frá ykkur (sumsé: 1. Hvað vitið þið um millifærslur frá Lögsögu (Ólafi Kristinssyni) til Kristjóns Kormáks (24.is) þann 21. janúar síðastliðinn?)“

Seinni spurningunni svaraði Lára og sagði Róbert ekki kannast við tölvupóstinn frá Kristjóni.
„Nei, Róbert kannast ekki við það.“ Róbert hafði sjálfur staðfest í yfirlýsingu að hann hefði nýtt sér þjónustu Ólafs undanfarin 10 ár en skýrði ekki hvaða verkefnum lögmaðurinn hefði sinnt.

Seinna um kvöldið barst blaðamanni Mannlífs og Reyni Traustasyni, ritstjóra Mannlífs, yfirlýsing frá Ólafi lögmanni. Þar viðurkennir Ólafur að hafa millifært pening á Kristjón, þvert á fyrri yfirlýsingar. Yfirlýsinguna má sjá lesa í heild sinni hér að neðan:

Yfirlýsing Ólafs
- Auglýsing -

Hægt er að nálgast tímalínu af samskiptum ofangreindra aðila í nýju helgarblaði Mannlífs hér.
Seinna í dag mun Mannlíf birta tölvupóstasamskipti þeirra Láru og Ólafs um yfirlýsinguna. Róbert Wessman var í cc. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -