Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Yfirmaður Guðna kveður góðan dreng: „Ég vona að þú hafir vitað að þú varst með náðargáfu”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jens Ívar, teymisstjóri hjá heimaþjónustu Reykjavíkurborgar, kveður Guðna Pétur Guðnason í fallegri minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Guðni Pétur starfaði með honum við geðþjónustu Reykjavíkurborgar. Hann drukknaði í Sundhöllinni þar sem hann var með skjólstæðingi sínum. Hann var einungis 31 ára. 

Jens segir að Guðni Pétur hafi verið einstakur starfsmaður í erfiðu starfi. „Tveir mánuðir, Pétur. Við þekktumst í tvo mánuði. Mér líkaði vel við þig. Mjög vel. Þú gerðir talsvert grín að sjálfum þér og sagðir oft skemmtisögur af einhverju sem þú varst að gera, en áttir til að vera alvörugefinn og einlægur. Þú varst fljótur að vinna traust mitt,” segir Jens.

Hann segir að þrátt fyrir orð um annað hafi hann átt heima í þessu óeigingjarna starfi. „Þú varst kaffidrykkjumaður og kaffibollinn var heilagur fyrir þér. Þú lýstir sjálfum þér sem trukkabílstjóra sem ætti bara að vinna ruddavinnu og fara síðan heim og spila tölvuleiki! En ég áttaði mig á því að það var miklu meira spunnið í þig en þú sýndir,” segir Jens.

„Kannski vissir þú af þessu sjálfur. Ég geri mér ekki grein fyrir hve mikla innsýn þú hafðir í eigið ágæti. Þú varst að vinna með skjólstæðingum sem voru að berjast við erfiða sjúkdóma og lést líta fyrir að það væri auðvelt. Þú varst þolinmóður við fólkið sem þú annaðist.”

Jens segir Guðna hafa sýnt veiku fólki mikla virðingu. „Þú sýndir því væntumþykju og ástúð, settir mörk en með mikilli virðingu. Ég hugsaði með mér að þú ættir að leggja þessa vinnu fyrir þig vegna þess að það sem þú gafst til starfsins var einstakt og ég vona að þú hafir vitað það. Ég vona að þú hafir vitað að þú varst með náðargáfu. Ég hefði viljað kynnast þér miklu betur,” skrifar Jens. 

„Hugur minn er hjá öllum sem þekktu þig. Ég samhryggist innilega foreldrum þínum og systkinum og þeim sem unnu með þér í lengri tíma. Ég vona að minningin um þig veiti þeim einhverja gleði og huggi þau á þessum erfiða tíma.”

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -