2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Yfirvöld í Barcelona árétta að konur mega vera berbrjósta í sundi

Borgaryfirvöld í spænsku borginni Barcelona hafa sent frá sér tilkynningu þar sem áréttað er að konum sé frjálst að vera berbrjósta í sundlaugum borgarinnar ef þær kjósi svo.

 

Tilkynningin kemur í kjölfar kvörtunar samtakanna Mugrons Lliures fyrr á árinu um að ósamræmi væri reglum sundlauga þegar að þessu kemur.

Mugrons Lliures er hópur berst gegn kynjamismun í hvaða formi sem hún tekur. Í kjölfar kvörtun samtakanna hófu borgaryfirvöld rannsókn á málinu. Í lok júní birtu yfirvöld svo skýrslu vegna málsins. Í henni kom fram að allnokkur fjöld almennningslauga mismunuðu á grundvelli kyns með reglum sínum.

Jafnréttisstjórn borgarinnar ákvað í kjölfar niðurstöðunnar að árétta við stjórnendur allra laugar borgarinnar að virða í reglum sínum jafnan rétt kynja og heimila konum að njóta lauganna berbrjósta.

AUGLÝSING


Í samtali við CNN segir talsmaður borgaryfirvalda að engar miðlægar reglur séu hjá borgaryfirvöldum um umgengnisreglur sundlauga borgarinnar. Þær séu á valdi stjórnenda lauganna en að óheimilt sé að viðhafa reglur sem mismuni kynjum. Þá kom fram í máli talsmannsins að það séu ekki ný tíðindi fyrir borgaryfirvöld að konur nýti laugar borgarinnar berbrjósta. Slíkt sé eðlilegt í flestum laugum og hafi tíðkast lengi.

Mugrons Lliures hafa fagnað niðurstöðunni og segja Barcelona nú frjálsari en áður og ríkari af jafnrétti.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is