YouTube-stjörnur fara fögrum orðum um Ísland

Deila

- Auglýsing -

Patrick Starrr segir íslenska karlmenn sæta.

YouTube-stjörnurnar Patrick Starrr og Karen Sarahi Gonzalez heimsóttu Íslands í seinustu viku í boði snyrtivöruframleiðandans Elf Cosmetics. Bæði eru þau Patrick og Karen afar vinsæl innan snyrtivörubransans og eru til að mynda hvor um sig með rúmlega fjórar milljónir fylgjenda á Instagram.

Partick og Karen voru bæði dugleg að birta myndir frá heimsókn sinni til Íslands á samfélagsmiðlum og fóru fögrum orðum um landið. Í heimsókn sinni fóru þau meðal annars í Bláa Lónið, í þyrluferð og á Þingvelli og virðast hafa notið þess í botn.

„Ísland er draumur. Núna þarf ég bara að finna mér íslenskan eiginmann. Þeir eru sætir hérna,“ skrifaði Patrick á Instagram.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by iluvsarahii (@iluvsarahii) on

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by patrickstarrr (@patrickstarrr) on

- Advertisement -

Athugasemdir