Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Zoran getur vel verið með grímu í Kringlunni segir læknir: „Ekki grundvöllur fyrir undanþágu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum sem hefur undanfarið barist gegn hinum ýmsu mýtum sem hafa sprottið upp í tenglsum við COVID, segir að rekstrarstjóri Café Roma í Kringlunni get vel verið með andlitsgrímu í Kringlunni líkt og aðrir. Maðurinn, Zoran Kokatovic, fullyrti í viðtali við Stundina að hann hugðist fara í hungursverkfall þar til hann fær að vera grímulaus í Kringlunni.

Zoran fullyrðir að hann geti ekki verið með grímu þar sem hann sé „haldinn taugasjúkdómi sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum við skerta súrefnisinntöku“. Hann segist hafa læknisvottorð upp á þetta.

Jón Magnús segir í Facebook hópnum Vísindi í íslenskum fjölmiðlum að þetta sé einfaldlega bull. „Hér er mikilvægt að undirstrika að grímur, hvort sem um er að ræða skurðgrímur, taugrímur eða fínagnagrímur, skerða ekki súrefnisflutning til lungna og um líkamann. Þær valda þannig ekki, eins og haft er eftir Zoran í fréttinni, “skertri súrefnisinntöku”,“ skrifar Jón Magnús.

Hann segir engan grundvöll fyrir undanþágu. „Það er alls engin forsenda fyrir því læknisvottorði sem nefnt er hér í fréttinni, og ekki grundvöllur fyrir því að hann fái undanþágu frá grímuskyldu. Ég er hissa á að þrálát mýta um grímunotkun sé sett fram án frekari athugasemda.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -