Matur og matarvenjur sem efla heilsuna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nokkur ráð til að bæta heilsuna.

Hafðu matarmikið salat í matinn einu sinni í viku og grænmetissúpu með baunum einnig einu sinni í viku.

· Ekki sleppa morgunmatnum, hann kemur meltingunni af stað.
· Slepptu öllu sykruðu morgunkorni, notaðu frekar ávexti til að fá sæta bragðið.
· Minnkaðu saltið, ekki hafa saltstauk á borðinu.
· Notaðu litla diska, stór diskur = stór skammtur.
· Borðaðu hægt og njóttu matarins.
· Auktu grænmetisskammtinn jafnvel um helming.
· Notaðu salatsósu með sítrónu, olíu, ediki eða jógúrt og slepptu feitum sósum eins og majónesi og ostasósum.

· Hafðu matarmikið salat í matinn einu sinni í viku og grænmetissúpu með baunum einnig einu sinni í viku.
· Ferskur ávaxtasafi er hollur en allt umfram meira en eitt glas á dag er óhollt, þá hækkar blóðsykurinn of mikið.
· Notaðu þurrkaða og ferska ávexti til að sæta baksturinn og helmingaðu hvítt hveiti á móti heilhveiti
· Settu 2 msk. af hnetum og fræjum út í morgunkornið.
· Gullna reglan um 5 skammta af ávöxtum og grænmeti á dag er enn í fullu gildi.
· Drekktu alltaf vatn með matnum, vín einungis spari og í hófi en slepptu alveg sykruðum drykkjum.
· Lestu innihaldslýsingar á umbúðum, vertu meðvitaður neytandi.
· Borðaðu a.m.k. 1 dl af baunum á dag, þær eru mein hollar og trefjaríkar.
· Borðaðu fjölbreytta fæðu, skoðaðu tölublað Gestgjafans í janúar og prófaðu nýjar uppskriftir!
Texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Ætar plöntur

Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur fræðir lesendur um nokkrar ætar plöntur.   „Skjaldflétta er klifurblóm sem skartar appelsínugulum blómum, hún er...

Nýtt í dag

Óþægilegt fyrir Róbert

Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, er í snúinni stöðu eftir að Fréttablaðið upplýsti að hann vildi taka slaginn...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -