2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fimm fæðutegundir sem gott er að borða fyrir ræktina

Mataræði sem hefur jákvæð áhrif á heilsuna.

Möndlur er gott að geyma í íþróttatöskunni og grípa í á leiðinni í ræktina.

Kotasæla eða ricotta – Báðar þessar ostategundir eru fitulitlar sé miðað við hefðbundna osta sem algengt er að innihaldi 26% fitu. Ostarnir veita aftur á móti góða fyllingu án þess að vera of þungir í magann. Það er því tilvalið að borða kotasælu með nokkrum þurrkuðum ávöxtum.

Banani – Hann er afar næringarríkur og inniheldur u.þ.b. 20 g af kolvetnum í hverjum 100 g. Banani gefur því góðan kraft, passlega fyllingu í magann og orku sem endist vel. Banani er líka þægilegur að grípa í þegar tíminn er naumur.

Hafragrautur – Hann inniheldur flókin kolvetni þannig að blóðsykurinn helst stöðugur í nokkuð langan tíma. Í hverjum 100 g af hafragraut eru u.þ.b. 6,8 g af kolvetnum. Hafragrautur inniheldur einnig prótín, trefjar, fitu, vítamín og steinefni.

Þrátt fyrir að þurrkaðir ávextir séu vel sætir þá eru þeir trefjaríkir sem hjálpar til við að halda meltingunni og blóðsykrinum góðum.

AUGLÝSING


Möndlur – Þær innihalda mikið magn af fjölómettuðum fitusýrum eða um 47 g í hverjum 100 g. Möndlur innihalda rúmlega 13 g af kolvetnum sé miðað við 100 g. Fitan í möndlunum hægir upptöku sykurs í meltingunni þannig að blóðsykurinn hækkar hægt og helst ágætlega stöðugur. Möndlur er gott að geyma í íþróttatöskunni og grípa í á leiðinni í ræktina.

Þurrkaðir ávextir – Þeir henta vel þegar við þurfum að ná blóðsykrinum aðeins upp og orkan endist okkur yfirleitt í dágóðan tíma. Þrátt fyrir að þurrkaðir ávextir séu vel sætir þá eru þeir trefjaríkir sem hjálpar til við að halda meltingunni og blóðsykrinum góðum. Rúsínur innihalda 73 g af kolvetnum í hverjum 100 g og tæplega 7 g af trefjum en sveskjur innihalda 39 g af kolvetnum í hverjum 100 g og rúmlega 16 g af trefjum. Sveskjurnar eru því betri fyrir þá sem vilja losna við aukakílóin.

Texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni