• Orðrómur

Túnfiskpasta – bjálæðislega góður og fljótlegur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Öll viljum við fá eitthvað extra gott að borða um helgar eða á tyllidögum. Ekki er þó alltaf nausðynlegt að vera að flækja hlutina um og of og vel er hægt að elda sælkeramat sem tekur ekki langan tíma. Hér er afar sniðugur og góður réttur sem tilvalið er að skella í með litlum fyrirvara. Gott rósavín passar vel með þessum rétti.  

Túnfiskpasta með tómötum og kapers

fyrir 4

- Auglýsing -

500 g spagettí
2 msk. ólífuolía, auka til að hella yfir pastað
4 hvítlauksgeirar, skornir í þunnar sneiðar
50 g kapers
400 g kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
10 svartar steinlausar ólífur, skornar í tvennt
50 ml rauðvínsedik
350 g túnfiskur í vatni, vökvinn sigtaður frá
1 ½ hnefafylli steinselja, söxuð smátt
2 msk. fínt rifinn sítrónubörkur
1 tsk. sjávarsalt
¼ tsk. nýmalaður svartur pipar
80 ml sítrónusafi

Eldið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka í sjóðandi söltuðu vatni. Sigtið vatnið frá og hellið örlítilli ólífuolíu yfir pastað. Hitið 2 msk. af olíu á pönnu og hafið á miðlungsháum hita. Steikið hvítlaukinn í u.þ.b. 1 mín. eða þar til hann er byrjaður að brúnast. Hrærið í allan tímann. Bætið kapers saman við og eldið áfram í 1 mín. Setjið soðið spagettí, tómata, svartar ólífur, rauðvínsedik, túnfisk, steinselju og sítrónubörk saman við og hrærið þannig að allt nái að samlagast vel. Sáldrið yfir 1 tsk. af sjávarsalti og ¼ tsk. af pipar. Takið pönnuna af hitanum. Skiptið pastanu á milli skála og kreistið sítrónusafa og dreypið ólífuolíu yfir áður en það er borið fram.

Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -