• Orðrómur

Æðislega ferskur og flottur jarðarberja- og hindberjakokteill

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Einstaklega gaman er að blanda góðan kokteil heima í stofu enda fátt annaði í boði í samkomubanninu. Þessi berjakokteill er einstaklega ferskur og vorlegur og tilvalinn nú þegar sumarið nálgast. Munum bara að kokteilar snúast um gæði en ekki magn.

 

Jarðarberja- og hindberjasæla
fyrir 4-6

2 límónur, skornar í báta
2 msk. hrásykur
9-10 jarðarber, hreinsuð
10 hindber
2 myntugreinar
nýmalaður svartur pipar á hnífsoddi
klaki
350 ml dökkt romm, við notuðum Plantation Pineapple Rum
600 ml sódavatn

- Auglýsing -

Setjið límónubáta og hrásykur saman í stóra könnu. Steytið saman þar til allur vökvinn hefur náðst úr límónunum. Gott er að nota kokteilpinna en ef hann er ekki til er hægt að nota endann á kökukefli. Bætið jarðarberjum og hindberjum saman við og steytið saman. Takið laufin af myntugreinunum og merjið örlítið saman á milli lófanna og bætið saman við ásamt nýmöluðum svörtum pipar. Setjið klaka í könnuna og hellið rommi og sódavatni saman við. Hrærið örlítið í drykknum með langri skeið og berið fram.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -