Æðislegar jarðarberjamúffur – tilvaldar með kaffinu og í nestisboxið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Allir elska jarðarber og þarf engan að undra því þau eru svo hrikalega góð. Á þessum árstíma er uppskera af íslenskum jarðarberjum og því eru þau einstaklega góð um þessar mundir. Hægt er nota jarðarber í bakstur og sultur en einnig grauta og salöt en þau geta líka verið algert sælgæti bara ein og sér. Hér er einföld og góð uppskrift að jarðarberjamúffum sem henta vel með kaffinu og í ferðalagið. 

Múffur með jarðarberjum
10 múffur

100 g smjör, mjúkt
140 g sykur
2 egg, stór
240 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 jógúrt (180 ml) með eða án bragðefna
1 tsk. vanilludropar
250 g jarðarber
3 msk. saxaðar pistasíur eða heslihnetur (má sleppa)
2-3 msk. sykur

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan er létt og loftkennd. Bætið eggjum út í, einu í einu, og hrærið mjög vel saman. Sigtið hveiti og lyftiduft saman og bætið út í, ásamt jógúrt og vanilludropum. Blandið öllu saman með sleikju. Setjið 10 pappírsmót í holur á múffuformi og skiptið deiginu í formin. Stingið jarðarberjum í deigið og sáldrið sykri og pistasíum ofan á. Bakið kökurnar í miðjum ofni í 15 mín. Múffurnar eru bestar nýbakaðar en má gjarnan frysta. Hægt er að nota önnur ber í þessa uppskrift t.d. bláber.

Uppskrift/Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti/Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd/Kristinn Magnússon

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira

„Alls ekkert flókið“ að ná tökum á súrdeigsbakstri

Bakarinn Marinó Flóvent Birgisson, kallaður Majó, hefur undanfarið birt gagnleg kennslumyndbönd á YouTube þar sem hann deilir fróðleik og kennir...