• Orðrómur

Ætlar þú að grilla um helgina?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ætlar þú að grilla um helgina? Þá er þessi uppskrift fyrir þig. Í nýja blaðinu okkar finnur fjölmargar uppskriftir að grillréttum, m.a. uppskriftir að geggjuðum grillspjótum en spjót á grillið eru alltaf vinsæl enda þægileg í eldamennsku og bjóða upp á endalausa möguleika.

Hér deilum við einni skotheldri uppskrift að grillspjótum.

Grillspjót með halloumi-osti og rauðlauk

fyrir 4

- Auglýsing -

2 tsk. baharat líbanon-kryddblanda, við notuðum frá Krydd- og tehúsinu
2 msk. ólífuolía
1 ½ msk. sítrónubörkur, rifinn fínt
2 msk. sítrónusafi, nýkreistur
1 msk. ljós púðursykur
2 msk. tímían, lauf
1 tsk. svartur pipar, nýmalaður
2 rauðlaukar, skornir í báta
u.þ.b. 250 g kokteiltómatar
400 g halloumi-ostur, skorinn í 3 cm bita
sítrónubátar, til að bera fram með

Hitið grill og hafið á háum hita. Setjið baharat kryddblöndu, olíu, sítrónubörk, sítrónusafa, sykur, tímían og svartan pipar í litla skál og blandið saman. Þræðið rauðlauk, tómata og halloumi-ost upp á grillspjót.

Penslið grillspjótin með olíublöndunni og grillið í 6-8 mín. Berið fram með sítrónu til að kreista yfir.

- Auglýsing -

Athugið að ef nota á viðargrillspjót er gott að leggja þau í bleyti í 30 mín. til að koma í veg fyrir að þau brenni á grillinu,

Umsjón/ Folda Guðlaugsdóttir
Myndir/ Hallur Karlsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -