Alltaf nýbakað

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Geymið smákökudeig gjarnan í kæli áður en það er bakað. Þá tekur deigið betur í sig bragð og rennur síður út við baksturinn.

Yfirleitt er óhætt að geyma smákökudeig í kæli í nokkra daga sé það vel pakkað inn í plast. Yfir jólahátíðina er t.d. gaman að eiga smákökudeig í ísskápnum og svo er hægt að baka það í nokkrum skömmtum, t.d. þegar gesti ber að garði eða í kaffitímanum.

Þá fyllist húsið af bökunarilmi og heimilisfólkið fær heitar og nýbakaðar smákökur. Best er að búa til lengjur eða rúllur úr deiginu og pakka þeim vel inn í plastfilmu, þá er auðvelt að skera það niður og raða á bökunarplötu.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

„Alls ekkert flókið“ að ná tökum á súrdeigsbakstri

Bakarinn Marinó Flóvent Birgisson, kallaður Majó, hefur undanfarið birt gagnleg kennslumyndbönd á YouTube þar sem hann deilir fróðleik og kennir...

Góð ráð fyrir fasteignaeigendur í söluhugleiðinum

Framkvæmdastjóri bresku fasteignasölunnar The Moders House, Matt Gibberd, gefur fasteignaeigendum í söluhugleiðingum nokkur góð ráð í viðtali við breska Vogue. Hann tínir...