2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Anzac-kökur – hentugt nesti í ferðalagið

Anzac-kökur fengu nafn sitt í kringum fyrri heimstyrjöldina í tengslum við ástralska og nýsjálenska herinn. Algengt var að hermenn fengju kökurnar sendar frá eiginkonum sínum þar sem þær geymdust einkar vel og hentuðu því í löng ferðalög. 

Uppskriftin gerir u.þ.b. 20 kökur

110 g tröllahafrar
185 g hveiti
220 g sykur
60 g kókosmjöl
90 g gyllt síróp, t.d. Lyle‘s Golden Syrup
150 g ósaltað smjör, skorið í bita
½ tsk. matarsódi
2 msk. heitt vatn

Hitið ofn í 180°C. Setjið hafra, hveiti, sykur og kókosmjöl í stóra skál og blandið saman. Setjið síróp og smjör saman í lítinn pott og hitið á háum hita. Hrærið í allan tímann þangað til smjörið er bráðnað, takið af hitanum.

AUGLÝSING


Setjið matarsóda og vatn í skál, blandið saman og hrærið síðan saman við sírópsblönduna. Passið að hræra rösklega þar sem blandan mun freyða örlítið. Blandið saman við þurrefnablönduna. Setjið bökunarpappír á 2-3 bökunarplötur. Takið 1 msk. af deiginu í einu og rúllið upp í kúlur.

Dreifið úr kökudeiginu á bökunarplöturnar, passið að hafa gott pláss á milli þar sem kökurnar munu fletjast út. Bakið í 12-14 mín. eða þar til þær eru gullinbrúnar. Látið kólna örlítið á bökunarplötunum og setjið kökurnar síðan á vírrekka og látið alveg kólna. Setjið kökurnar í loftþétt box og hafið smjörpappír á milli.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni