2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Aperol Spritz áfram vinsæll

Undanfarin ár hefur ítalski kokteillinn Aperol Spritz notið mikilla vinsælda, sérstaklega yfir sumartímann. Barþjónn á Commerson í Los Angeles spáir kokteilnum áfram vinsældum.

 

Blaðamaður Refinery 29 bað nokkra barþjóna um álit sitt á hver sumarkokteillinn árið 2019 sé. Rachel Paulson, barþjónn á Commerson í Los Angeles Kaliforníu, segir Aperol Spritz ennþá mjög vinsælan.

„Það eru ýmsar útgáfur af Aperol Spritz vinsælar í Los Angeles núna,“ útskýrir hún og segir barþjóna leika sér með ýmis mismunandi hráefni.

„Þetta er tískubylgja vegna þess að þessi kokteill eru svo frískandi.“

AUGLÝSING


Aðrir kokteilar sem voru nefndir af þeim barþjónum sem Refinery 29 leitaði til voru Tom Collins og espresso martini svo dæmi séu tekin.

Sjá einnig: Blóðappelsínu-spritz

 

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni