• Orðrómur

Appelsínubrownie-ostakaka fyrir alvöru sælkera

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hér kemur uppskrift að veislutertu fyrir alvöru sælkera. Kakan samanstendur af brownie-köku, súkkulaðiostaköku og appelsínuostaköku og toppurinn er súkkulaðigljái. Þessi mun slá í gegn í kaffiboðinu. Uppskriftin er miðuð við 12-14 manns.

Brownie-kaka

100 g 56% súkkulaði
125 g smjör
30 g hveiti
50 g kakó
160 g sykur
2 egg

Hitið ofninn í 180°C. Bræðið súkkulaði og smjör saman við hægan hita og hrærið vel í á meðan. Blandið hveiti, kakó og sykri saman í skál. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið vel. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og hrærið vel þar til deigið er orðið samfellt og glansandi.

- Auglýsing -

Smyrjið vel lausbotna 24 cm smelluform og setjið bökunarpappír á botninn á því. Hellið deiginu í formið og bakið í 25 mín. Látið kólna alveg áður en ostakökublandan er sett yfir.

Súkkulaðiostakaka

3 matarlímsblöð
250 g rjómaostur
125 g flórsykur
100 g 56% súkkulaði
2 ½ dl rjómi, þeyttur

Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn. Þeytið rjómaostinn og flórsykurinn vel saman. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða við vægan hita í örbylgjuofninum. Þeytið bræddu súkkulaðinu saman við rjómaostablönduna. Skafið meðfram hliðunum á skálinni og þeytið aftur vel svo allt blandist saman. Kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum. Setjið þau í skál með 2 matskeiðum af sjóðandi vatni svo þau bráðni. Leyfið blöndunni að kólna dálítið áður en henni er hellt í mjórri bunu saman við rjómaostablönduna á meðan þeytt er. Blandið þeytta rjómanum saman við. Jafnið ostakökublöndunni yfir brownie-botninn. Kælið á meðan appelsínuostakakan er útbúin.

Appelsínuostakaka

- Auglýsing -

3 matarlímsblöð
250 g rjómaostur
125 g flórsykur
1 appelsína, börkur og safi
2 ½ dl rjómi, þeyttur

Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn. Þeytið rjómaostinn og flórsykurinn vel saman. Rífið appelsínubörkinn með rifjárni en gætið þess að rífa bara ysta hlutann, appelsínugula lagið en fara ekki niður í hvíta hlutann, hann er beiskur. Bætið berkinum saman við rjómaostablönduna. Kreistið safann úr appelsínunni, látið hann í pott og hitið að suðu. Kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum og bætið þeim út í appelsínusafann svo þau leysist upp. Leyfið blöndunni að kólna dálítið áður en henni er hellt í mjórri bunu saman við rjómaostablönduna á meðan þeytt er. Blandið þeytta rjómanum saman við. Jafnið yfir súkkulaðiblönduna í forminu og kælið yfir nótt.

Súkkulaðigljái

150 g suðusúkkulaði
1 dl rjómi
3 msk. kakónibbur (má sleppa)

- Auglýsing -

Bræðið súkkulaði og rjóma saman. Látið bíða í um það bil 30 mín. eða þar til blandan hefur þykknað dálítið. Takið ostakökuna úr forminu, setjið á tertudisk og hellið súkkulaðigljáanum yfir. Dreifið kakónibbum yfir að lokum, ef vill.

Umsjón / Sólveig Jónsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnardóttir
Mynd / Hallur Karlsson

Gestgjafinn er vandað fagtímarit um mat, vín og ferðalög. Allar uppskriftir í matarþáttum blaðsins eru þróaðar, eldaðar og prófaðar í tilraunaeldhúsi Gestgjafans. Blaðið fæst í öllum helstu matvöruverslunum og bókabúðum en einnig er hægt að gerast áskrifandi í vefverslun.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -