Átta leiðir til að koma veg fyrir timburmenn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eflaust kannast margir við að hafa vaknað vel þunnir af því að þeir fengu sér einum drykk of mikið … eða tveimur, bara af því að það var svo mikið stuð í partíinu.

 

Stundum koma líka tímabil þar sem okkur er boðið í afmæli, brúðkaup eða kokteilpartí helgi eftir helgi og þá getur áfengið leikið okkur grátt. En er eitthvað sem við getum gert til að minnka eða koma í veg fyrir timburmenn annað en að sleppa því alvega að drekka sem er auðvitað einfaldasta lausnin.

Ekki drekka áfengi án þess að borða
Þetta er eitt mikilvægasta atriðið til að koma í veg fyrir þynnku daginn eftir. Það er allt í lagi að fá sér kannski einn fordrykk án matar en svo er betra að borða og raunar nýtur vín sín best með mat. Það er sem sagt algert bann að drekka með tóman maga.

Mundu eftir vatninu
Mjög góð regla er að drekka eitt vatnsglas á milli drykkja, sem sagt einn Aperol-spritz og svo eitt vatnsglas og svo annan Aperol. Það kannast því miður sennilega flestir við hópþrýstinginn þegar kemur að því að fá sér í glas. Því er tilvalið að fá sér sódavatn með klökum og sítrónu sem lítur út eins og gin og tónik og þá eru allir sáttir.

Lærðu á sjálfan þig
Ýmsar kenningar eru í gangi um hvaða drykkir valda meiri eða minni timburmönnum en aðrir. Lærðu á hvað hentar þínum líkama og ef þú færð hausverk af bjór slepptu honum þá alveg. Eitt er þó nokkuð vel sannað að ekki veit á gott að blanda mörgum tegundum af áfengi saman, sem sagt freyðivín, bjór, rauðvín, vodki, gin og skot sama kvöldið eru mögulega ávísun á vesen.

Ekki vaða í reyk
Þeir sem reykja eru oft uppvísir að því að reykja meira en vanalega þegar glasið er komið í hönd og svo eru hinir sem reykja bara þegar þeir drekka áfengi. Hvoru tveggja eykur á þynnku svo best er að sleppa reykingunum ef það er hægt, í það minnsta að minnka þær.

Dagdrykkjan er best
Einn af þáttunum sem hafa áhrif á þynnku er þreyta og það gefur auga leið að ef drukkið er til 3-4 á nóttunni verður dagurinn eftir örugglega slæmur. Þess vegna er best að byrja frekar fyrr eins gert er víða erlendis. Persónulega finnst mér dagdrykkjan skemmtilegust, einn drykkur kannski um miðjan dag og svo annar um eftirmiðdaginn og svo nokkrir um kvöldið, og komið heim ekki seinna en tólf. Tek fram að þetta á náttúrulega við þegar fólk er að skemmta sér eða er í fríi erlendis.

Nærðu þig og vökvaðu þegar heim er komið
Einn mjög faglegur drykkjumaður sem ég þekki sagðist alltaf fá sér smávegis að borða þegar hann kemur heim til að koma í veg fyrir vesen daginn eftir og segir þetta svínvirka. En eitt er alla vega víst að mikilvægt er að drekka 1-2 vatnsglös fyrir svefninn en gott er að drekka vatnið hægt annars gæti orðið vart við flökurleika.

Vertu náttúrulegur
Þekkt er í timburmannafræðunum að taka inn mjólkur þistil fyrir svefninn sem á að vera gott fyrir lifrina, ég fann reyndar ekki neina vísindalega sönnun fyrir þessu en jurtin hefur verið notuð í þessum tilgangi öldum saman. Mjólkur þistill fæst oftast í heilsubúðum. Prófaðu einnig að drekka náttúruvín en mun meira úrval fæst nú af þeim í vínbúðunum og einnig eru sumir viðkvæmir fyrir súlfati og því gott að velja sér súlfatlaust vín, þau ein sér koma samt ekki endilega í veg fyrir þynnku en það er gott að byrja einhverstaðar.

Allt er gott í hófi
Helsta ástæðan fyrir timburmönnum er samt sú að fólk drekkur einfaldlega of mikið og þá er besta ráðið að drekka í hófi. Sumir drekka sjaldan en mikið og aðrir lítið og oft, hvort er betra verður hver og einn að meta fyrir sig. Verum ábyrg þegar við neytum víns og sýnum að það er hægt að njóta þess að drekka á menningarlegan og siðmenntaðan hátt. Skál!

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -