• Orðrómur

Átta veitingastaðir í nýrri mathöll á Selfossi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Áætlað er að nýja mathöllin á Selfossi verði opnuð í júní í endurreistu Mjólkurbúi Flóamanna.

Átta veitingastaðir munu verða innan mathallarinnar. Dumplings, skyrskálar, asískur matur, pasta, hamborgarar, taco og pítsur eru meðal þess sem verður í boði í þessari nýju mathöll en þá er einn bás enn þá laus til útleigu og á eftir að koma í ljós hvaða veitingastaður mun hefja rekstur þar. Sömuleiðis verður bjórgarður og vín- og kokteilbar rekinn í mathöllinni.

Mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa notalegt andrúmsloft í húsnæðinu en hönnun var í höndum Hálfdáns Pedersen. Hálfdán sótti innblástur úr öllum áttum, meðal annars í verk Guðjóns Samúelssonar, arkitekts hússins. Húsnæðið er um 1.500 fermetrar og er pláss fyrir 300 gesti í sæti.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -