2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Bara veganmatur á boðstólnum á Golden Globes

Golden Globes-verðlaunin verða afhent í 77. sinn í næstu viku. Í gær var greint frá því á Facebook-síðu Golden Globes að aðeins verður boðið upp á veganmat á hátíðinni.

Á matseðlinum verður þá til dæmis boðið upp á rauðrófusúpu og sveppa-risotto.

Lorenzo Soria, forstjóri The Hollywood Foreign Press Association, samtakanna sem halda Golden Globes, segir ákvörðunina vera tekna í ljósi umræðunnar um loftslagsmál. Þá var ákeðið að bjóða upp á eins umhverfisvænan mat og mögulegt er.

Þess má geta að kynnir kvöldsins verður grínistinn Ricky Gervais en hann er mikill talsmaður veganlífsstílsins.

AUGLÝSING


Gestir hátíðarinnar munu þá sötra á vatni frá Icelandic Glacial sem er einn styrktaraðili Golden Globe-hátíðarinnar.

We are going vegan! At the 77th Golden Globe Awards ceremony, a 100% plant-based dinner including a chilled golden beet…

Posted by Golden Globes on Fimmtudagur, 2. janúar 2020

Lestu meira

Annað áhugavert efni