Besta súkkulaðikakan - Mannlíf

Besta súkkulaðikakan

Fyrir stuttu bökuðum við nokkrar flottar súkkulaðikökur og völdum þá bestu. Hér er uppskriftin að henni.

DJÖFLATERTA
10-12 sneiðar

BOTNAR:
80 g súkkulaði,
130 g smjör, mjúkt
280 g púðursykur
3 msk. kakó
3 egg
2 tsk. matarsódi
280 g hveiti
1 dl jógúrt
2 -3 tsk. vanilludropar
2 dl sjóðandi vatn

Hitið ofninn í 180°C. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hrærið saman smjör og sykur þar til það er mjög vel samlagað eða í 5-6 mín. Bætið eggjum út í einu í einu og hrærið mjög vel saman við. Bætið bræddu súkkulaði út í og hrærið saman við. Sigtið hveiti, kakó og matarsóda saman og bætið út í ásamt jógúrt og vanilludropum, hrærið þetta saman þar til allt er vel blandað. Hellið sjóðandi vatni út í á meðan hrærivélin gengur á lægstu stillingu og hrærið það saman við deigið. Smyrjið 2 x 24-26 cm form og skiptið deiginu í formin. Bakið botnana í 20-25 mín. Takið botnana úr formunum og látið þá kólna.

Leggið botnana saman með hluta af kreminu og þekið síðan kökuna með kreminu. Það er fallegt að hafa kökuna slétta en líka flott að gera lautir í kremið með hníf. Skreytið annaðhvort með rifnu súkkulaði eða kókosmjöli.

KREM:
200 g smjör, mjúkt
1 dl kakó
350 g flórsykur, sigtaður
½ dl mjólk
1 tsk. vanilludropar
½ tsk. skyndikaffiduft

Hrærið allt saman og leggið kökuna saman með kreminu.

Uppskrift / Sigríður Björk Bragadóttir
Mynd / Aldís Pálsdóttir

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Vinsæl íslensk og vegleg tímarit

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift