• Orðrómur

Blása lífi í húsnæðið við Klapparstíg með götubita í fínni búning

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Húsnæðið við Klapparstíg 28-30 hefur staðið autt í rúmt ár, alveg síðan veitingastaðurinn Skelfiskmarkaðurinn hætti rekstri í mars 2019. Götubitinn – Reykjavík Street Food mun opna pop-up veitingastað í húsnæðinu í haust þar sem minni veitingaaðilar fá tækifæri til að bjóða upp á götumat í örlítið fínni umgjörð en gengur og gerist þegar götubiti er annars vegar.

„Hugmyndin er í sjálfum sér einföld. Tveir til þrír veitingaaðilar munu taka yfir eldhúsið hverju sinni í skemmri tíma,“ segir segir Róbert Aron Magnússon, framkvæmdastjóri Reykjavík Street Food, í samtali við Gestgjafann.

Húsnæðið hefur staðið autt síðan Skelfiskmarkaðurinn hætti rekstri í mars 2019. Mynd / Hákon Davíð

- Auglýsing -

„Mig hefur lengi langað til að þróa þessa hugmynd. Hérna munu minni veitingaaðilar fá tækifæri til að prófa sig áfram í sínum rekstri án þess að skildbinda sig til að fara út í fullkominn veitingahúsarekstur og leggja út kostnaðinn sem fylgir því,“ segir Róbert. Hann segir þetta einnig vera kjörið tækifæri fyrir veitingafólk sem langar til að fara út í tilraunastarfsemi í skemmri tíma.

„Þarna getur fólk prófað sig áfram með nýjungar.“ Róbert segir að með þessari nýjung muni veitingageirinn á Íslandi öðlast meiri fjölbreytni. „Það er þarft að okkar mati.“

Að sögn Róberts hafa viðbrögðin við áformunum innan veitingageirans verið mjög góð. „Ég held að núna séu um 30 veitingaaðilar sem hafa sýnt því áhuga að taka þátt. Þetta er svo frábært tækifæri fyrir þá sem t.d. hafa ekki haft bolmagið í að fara út í veitingarekstur.“

- Auglýsing -

Opið þrjá daga í viku

Fyrst um sinn verður opið frá fimmtudegi til laugardags. „Við ætum að hafa þetta einfalt í byrjun og sjá svo til. Svo munum við meta framhaldið eftir aðsókn og stemmningu.“

„Húsnæðið og torgið hefur verið hálfdautt undanfarið…“

Húsnæðið stendur við torg þar sem áður var að finna Hjartagarðinn. Hann segir alla vinnu vera á þróunarstigi en hugmyndin er að hleypa auknu lífi í svæðið með ýmsum viðburðum. „Húsnæðið og torgið hefur verið hálfdautt undanfarið en við erum með áform um að fara í samstarf við borgina og rekstraraðila í nágrenni með það að markmiði að lífga upp á svæðið.“

- Auglýsing -

Allt til alls í húsinu

Húsnæðið við Klapparstíg 28-30 var tekið í gegn og innréttað á glæsilegan hátt þegar Skelfiskmarkaðurinn hóf rekstur. Róbert segir að litlar sem engar breytingar verði gerðar á staðnum áður hann verður opnaður aftur. „Þetta er glæsilegt húsnæði og hér er allt til alls. Við munum ekki breyta miklu, bara setja okkar „tvist“ á staðinn.“

„Þetta er glæsilegt húsnæði og hér er allt til alls,“ segir Róbert. Mynd / Hákon Davíð

Fyrstu veitingaaðilar sem munu hefja rekstur á pop-up veitingastað Reykjavík Street Food á Klapparstíg er Vængjavagninn og Silli Kokkur.

Aðspurður hvenær veitingastaðurinn opnar segir Róbert erfitt að segja nákvæmlega til um það vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. „Við stefnum á september eða október en munum þróa þetta áfram eftir því hvernig ástandið verður hverju sinni.“

Í haust mun fólk fá tækifæri til að gæða sér á götubita í þessu fallega umhverfi. Mynd / Hákon Davíð

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -