• Orðrómur

Bragðgóður og hlýlegur karrípottréttir

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fátt er betra en matur sem eldaður er í einum potti þar sem framandi krydd og alls konar hráefni hefur fengið að veltast um við vægan hita, lengi. Pottréttir finnast í flestum menningarsamfélögum og þess vegna eru til óteljandi uppskriftir sem getur stundum verið erfitt að velja úr. Hér er frábær uppskrift að karrípottrétt sem sækir innblástur til Indlands. Hún er frekar einföld og á allra færi að gera.

Korma-graskerskarrí
fyrir 2-4

Þessi réttur er þægilegur að því leyti til að hann er eldaður inni í ofni og þarf því minna að hugsa um hann. Auðveldlega er hægt að bæta elduðum kjúklingi eða lambakjöti við réttinn ef vill.

1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í báta
800 g grasker, fræin hreinsuð frá og skorið í bita
½ haus lítið hvítkál, u.þ.b. 180 g, skorið í bita
100 g korma-karrímauk, við notuðum frá Patak‘s
125 ml heitt vatn
125 ml rjómi
400 g brúnar linsubaunir í dós, sigtaðar og skolaðar, við notuðum frá Biona organic
20 g möndlu-
flögur, ristaðar
½ hnefafylli myntulauf
½ hnefafylli kóríander, skorið gróflega
Naan-brauð, til að bera fram með ef vill

- Auglýsing -

Hitið ofn í 230°C. Setjið rauðlauk, grasker, hvítkál og karrímauk í stórt eldfast mót og blandið vel saman þannig að karrímaukið þeki vel allt grænmetið. Hellið vatni yfir, setjið álpappír yfir og lokið vel. Bakið í 12 mín.

Takið álpappírinn af og bætið við rjóma og linsubaunum. Eldið áfram í 10 mín. eða þar til grænmetið er eldað í gegn. Sáldrið yfir möndluflögum, myntulaufum og kóríander og berið fram með naan-brauði.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -