2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Bragðmikil og bráðholl súpa

Fátt er á við bragðgóða og matarmikla súpu, ekki síst þegar kólnar í veðri. Hér er uppskrift að einni sem eru unaðslega góð.

Rauðrófusúpa

fyrir 6

1 msk. ólífuolía
1 laukur, afhýddur og skorinn í þunnar sneiðar
½ haus af hvítkáli (u.þ.b. 200 g), skorið í þunnar sneiðar
2 hvítlauksgeirar, afhýddir og saxaðir smátt
2 tsk. kumminfræ
2 tsk. malaður kóríander
4-5 miðlungsstórar rauðrófur, afhýddar og skornar í um 1 cm bita
1,5 l grænmetissoð
2 miðlungsstórar bökunarkartöflur, afhýddar og skornar í um 1 cm bita
2 lárviðarlauf
u.þ.b. 1 tsk. sjávarsalt
150 g grísk jógúrt
hálf hnefafylli ferskt dill, saxað smátt
hálf hnefafylli ferskt kóríander, saxað smátt
½ hvítlauksgeiri, afhýddur og saxaður fínt

Hitið 1 msk. ólífuolíu í miðlungsstórum potti og steikið laukinn og hvítkálið saman í um 5-8 mín. eða þar til laukurinn og kálið byrjar að brúnast. Bætið hvítlauk, kumminfræjum, kóríander og rauðrófum saman við og steikið saman í um 5 mín. Hrærið í af og til. Hellið grænmetissoði út á grænmetið og bætið kartöflum og lárviðarlaufi saman við. Lækkið undir pottinum og látið súpuna malla í um 10-15 mín. eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Bragðbætið súpuna með salti og kóríander eftir smekk. Blandið grísku jógúrti saman við dill, kóríander og hvítlauk. Setjið súpuna í skálar og bætið smávegis af jógúrt ofan á súpuna. Gott er að bera þessa súpu fram með grófu brauði.

Bragðbætið súpuna með salti og kóríander eftir smekk. Gott er að bera hana fram með grófu brauði.

AUGLÝSING


Stílisti/Bríet Ósk – Mynd/Aldís Pálsdóttir,

Lestu meira

Annað áhugavert efni