Brakandi ferskt og gómsætt páskablað Gestgjafans

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýtt brakandi ferskt og gómsætt blað er komið út stútfullt af efni fyrir sælkera. Sniðugar páskasteikur með afar spennandi og nýstárlegu grænmeti. Einfaldir og auðveldir léttir og vorlegir réttir sem henta í páskadögurð eða léttan hádegisverð.

Forsíðurétturinn er af algerlega sturlaðri súkkulaðimús með kokósbollurjóma, þessa verða allir að gera um páskana en fleiri geggjaða eftirrétti er að finna í blaðinu.

Gestgjafinn kíkti í matarboð til Pétur Gauts litmálara og Berglindar en þau deila með lesendum uppáhaldsuppskriftunum sínum.

Kíkt í heimsókn til Péturs og Berglindar. Mynd / Unnur Magna

Heimagerð páskaegg, innlit á veitingahús, stórt rommsmakk og fjölbreytt viðtöl og fróðleikur er meðal efnis í þessu fallega blaði. Nú þegar allir ferðast heima um páskana er gott að eiga gæðastund með vandað tímarit í hönd.

Góða ferð og gleðilega páska frá ritstjórn Gestgjafans.
Kaupa blað í vefverslun

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -