• Orðrómur

Brjálæðislega góður nachos réttur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nachos, hlaðið með góðu hráefni og bakað með nægum osti, er réttur sem slær alltaf í gegn. Hér er frábær uppskrift að nachos-rétti sem er tilvalinn fyrir matinn með ísköldum bjór en rétturinn er líka upplagður sem gott kvöldnasl yfir sjónvarpinu. 

NACHOS MEÐ BBQ-KJÚKLINGI, BAUNUM OG OSTI

6 kjúklingalæri með beini
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
2 msk. chipotle-mauk
200 ml passata (tómatsafi)
70 g BBQ-sósa
1 poki nachos-flögur
200 g rifinn ostur, t.d. cheddar,
mozzarella eða rifinn pítsuostur
½ dós svartar baunir, vökvanum
hellt frá og skolaðar
½ dl jalapeno í krukku
½ avókadó, skorið í teninga
2 radísur, sneiddar
fersk kóríanderlauf, til skrauts

- Auglýsing -

Hitið ofn í 180°C án blásturs. Þerrið kjúklingalærin og saltið þau og piprið. Hrærið saman chipotle-mauk, passata og BBQ-sósu og veltið kjúklingnum upp úr maukinu. Takið fram eldfast mót eða litla ofnskúffu og setjið kjúklinginn og sósuna ofan á. Passið að kjúklingnum sé raðað þétt saman ofan í mótinu til að forðast það að hann þorni við eldun. Lokið mótinu þétt með álpappír og eldið í miðjum ofni í 1 klst. Takið álpappírinn af og eldið í 15-20 mín. til viðbótar. Notið tvo gaffla til að rífa kjúklinginn í ræmur og veltið kjötinu upp úr sósunni. Setjið til hliðar. Smyrjið mót eða ofnplötu með bragðlausri olíu og dreifið nachos-flögum yfir mótið, setjið helminginn af kjúklingnum, baununum, jalapeno-inu, lauknum og ostinum yfir. Dreifið úr nachosflögunum og endurtakið. Bakið í miðjum ofni í 15-20 mín. eða þar til osturinn hefur bráðnað. Takið út og sáldrið avókadó, radísum og kóríanderlaufum yfir. Berið fram með guacamole, salsa-sósu, tabasco og sýrðum rjóma.

GUACAMOLE
3 stór avókadó, vel þroskuð
¼ hvítur laukur, saxaður
1 rautt chili-aldin, saxað
1 hvítlauksgeiri, rifinn með rifjárni
safi úr 1 límónu
½ tsk. salt
1 hnefafylli kóríanderlauf, söxuð

Stappið avókadó með kartöflustappara eða gaffli, blandið síðan afganginum af hráefninu saman við. Bragðbætið með meiri límónusafa og salti ef þarf.

- Auglýsing -

Berið sósurnar fram til hliðar en ekki ofan á. Best er að bera flögurnar fram heitar og því passar ekki vel saman að setja kaldar sósur ofan á sem geta annars skilið sig og hitnað. Best er að bera þær fram í skálum til hliðar og leyfa gestunum sjálfum að setja þær ofan á.

Uppskrift: Nanna Teitsdóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -