• Orðrómur

Brjálæðislega góður og einfaldur camembertréttur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Allir elska camembertost enda er hann ótrúlega bragðgóður. Osturinn stendur vissulega fyrir sínu einn og sér en gaman er að líka að bera hann fram með ýmsu góðgæti eins og hnetum og þurrkuðum eða ferskum ávöxtum og svo passar afskaplega vel að hella yfir hann hunangi eða sírópi. Hér er ein skemmtileg og afar einföld útgáfa að camembertosti.

Camembertkaka með valhnetum, perum og rósmarín

Ostur er klassíkur á veisluborðið. Hér verður meðlætið hluti af réttinum sjálfum og útkoman er nokkurs konar „ostakaka“ sem slær í gegn!

1 camembertostur
½ pera, vel þroskuð
50 g valhnetur
2 greinar ferskt rósmarín
3 msk. hunang

- Auglýsing -

Sneiðið camembertostinn í tvo hluta eftir honum miðjum. Afhýðið peruna, skerið hana í litla bita og setjið á annan hlutann af ostinum. Saxið valhneturnar gróft, takið rósmarínnálarnar af greinunum og dreifið ofan á. Dreifið einni matskeið af hunangi ofan á, setjið hinn hlutann af ostinum yfir og dreypið afganginum af hunanginu þar ofan á. Berið fram með kexi eða góðu snittubrauði. Þennan rétt má líka setja í ofninn á 200 °C í u.þ.b. 10-12 mínútur og bera fram volgan.

Uppskrift: Sólveig Jónsdóttir
Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd: Hákon Davíð Björnsson

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -