2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Brjálæðislega gómsæt núggatkaka sem tekur örskotsstund að baka og allir elska

Um daginn settu við inn uppskrift að sænskri jarðarberjakladd-köku og voru margir afskaplega ánægðir með þá uppskrift enda fljótleg, einföld og góð. Hér er önnur kladd-köku uppskrift sem er töluvert ólík í bragði en á það sameiginlegt með hinni að hún er svo einföld að það geta allir bakað hana.

 

Kladd-kaka með núggati
8 sneiðar

2 egg
2 dl sykur
2 tsk. vanilludropar eða sykur
1 ½ dl hveiti
4 msk. kakó
½ tsk. salt
100 g súkkulaði
100 g smjör
60-80 g núggat
70 g heslihnetur

Hitið ofninn í 175°C. Þeytið egg, sykur og vanilludropa vel saman. Sigtið hveiti og kakó út í og blandið saman við ásamt salti. Bræðið smjör og súkkulaði saman og blandið út í deigið. Smyrjið 22 cm smelluform og hellið deiginu í það. Bakið kökuna í miðjum ofni í 20 mín. Kælið kökuna, losið hana úr forminu og setjið á tertudisk. Bræðið núggat og skreytið með því. Ristið hneturnar á pönnu þar til húðin fer að losna af og þær fara að ilma. Pakkið þeim inn í eldhúspappír og rúllið fram og til baka þar til hýðið fer að losna. Skerið þær í tvennt og skreytið kökuna með þeim.

AUGLÝSING


Uppskrift/Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti/Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd/Karl Petersson

Lestu meira

Annað áhugavert efni