2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Bulgur-salat er geggjað með grillmatnum

Þetta salat er virkilega einfalt og fljótlegt og mjög gott. Alveg ekta með grillmatnum.

 

Bulgur-salat

fyrir 6-8

500 g bulgur
½ blómkálshaus
2 msk. smjör
10 stk. sólþurrkaðir tómatar
½ dl af olíunni í tómötunum (má líka nota ólífuolíu)
2 hnefafyllir af spínati
2 tsk. paprikuduft
sjávarsalt

Sjóðið bulgur í 1 lítra af vatni í 12 mín. Þegar það er klárt er það sigtað og kælt. Skerið blómkálið í þunnar sneiðar og steikið á pönnu upp úr smjöri.

AUGLÝSING


Blandið tómötunum, olíunni, spínati, blómkálinu og paprikuduftinu saman við kalt bulgur-ið og saltið með sjávarsalti eftir smekk.

Umsjón / Theódór Gunnar Smith
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd / Ernir Eyjólfsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni