Búst og safar – hollusta eða hvað …?

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Búst og safar hafa notið mikilla vinsælda undan farin ár og fengið á sig ákveðinn hollustustimpil enda hráefnið sem notað er í þessa drykki yfirleitt nokkuð fjölbreytt og oftast úr jurtaríkinu. Spínat, hveitigras, ávextir og grænmeti er algengt og sumir setja, fræ, hnetur, ávaxtasafa eða jógúrt einnig saman við. En er þetta form af mat eins hollt og ætla mætti?

 

Sumir næringarfræðingar og læknar hafa bent á að það að taka fæðuna og mauka hana í fljótandi form geri hana óhollari en ella og benda á að mun betra sé að borða frekar ávextina og grænmetið eitt og sér, sem sagt nota munninn og tennurnar eins og okkur var æltað frá náttúrunnar hendi. Þannig fær meltingarkerfið okkar nóg að gera, við verðum södd og sykurinn úr fæðunni fer hægt út í blóðrásina og við fáum líka trefjaríka fæðu.

Ef við neytum fæðunnar hins vegar í fljótandi formi þá hefur líkaminn miklu minna til að vinna úr, blandarinn er búinn að gera það sem meltingarkerfinu var ætlað að gera. Við verðum því fljótt svöng aftur, blóðsykurinn hækkar mjög hratt og getur hrapað aftur með tilheyrandi óþægindum og vanlíðan. Þetta á sérstaklega við ef mikill sykur er í drykkjunum, þar með talinn ávaxtasykurinn sem er í ávöxtunum, of mikill ávaxtasykur er vondur fyrir blóðsykurinn og varhugaverður t.d. fyrir lifrina og því ekki gott fyrir okkur að fá hann í beinni innspýtingu. Ávaxtasykurinn er aftur á móti hollur ef við borðum ávextina ómaukaða og í hófi.

En eru þá þessir safar óhollir og með öllu ómögulegir? Nei, alls ekki, sumir benda nefnilega á að margir borði allt of lítið af ávöxtum og grænmeti og safar og búst geta því aukið neyslu þess hóps sem myndi annars sjaldan eða aldrei borða þessar fæðutegundir. Það er líka ekki alveg sama hvernig samsetning þessara drykkja er, við þurfum að huga að því sem við setjum í drykkina, sem sagt vanda valið og samsetninguna.

Munið að fæðan er hollust ef við fáum hana í sem minnst unnu formi.

Einnig þarf að hafa í huga að búst henta sumum hópum en ekki endilega öðrum, þeir sem eru t.d. með sykursýki hvort sem er af tegund 1 eða tegund 2 ættu ekki að neyta þeirra nema í sykurfalli. Vel samsett búst getur hentað fólki í mikilli hreyfingu og í ákveðnum íþróttum svo og gagnast þau fólki sem er alltaf á hlaupum og hefur lítinn tíma. Hér gildir í raun reglan að allt sé gott í hófi og að fólk sé meðvitað um fæðuna sem það borðar og geri sér grein fyrir því að þótt hráefnið í bústið og safana sé hollt þá verður það minna hollt þegar búið að að mauka það.

Notið krydd og kryddjurtir til að bragðbæta og minnkið eða sleppið sykri og farið varlega í magn ávaxta.

Að lokum, drekkið búst og safa í hófi í litlum skömmtum og munið að fæðan er hollust ef við fáum hana í sem minnst unnu formi, sem sagt borðum ávextina og grænmetið líka eins og móðir náttúra skapaði þá!

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -