• Orðrómur

Bústaðarferð í staðinn fyrir Ítalíu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í nýjasta Gestgjafanum gefa þrír einstaklingar lesendum uppskriftir að sniðugum klúbbaréttum, Helena Gunnarsdóttir er ein þeirra en hún deilir uppskrift að dásamlegum og djúsí bollakökum.

Helena er sjálf í klúbbi með nokkrum æskuvinkonum sem eru duglegar að hittast. „Góður matur og drykkur leikur yfirleitt stórt hlutverk. Síðustu ár hefur samt verið dálítið erfitt að hóa öllum saman þar sem nokkrar búa eða hafa búið erlendis. Við erum yfirleitt með tvo stóra viðburði á ári þar sem mökum okkar er líka boðið. Annan að sumri og hinn í upphafi aðventu,“ segir Helena sem heldur úti matarbloggi undir nafninu Eldhúsperlur Helenu sem hún stofnaði 2012.

„Stóru viðburðirnir okkar eins og sumar- og jólapartíin með mökum standa alltaf upp úr. Núna í ár stendur þó Ítalíubústaðarferð hópsins algjörlega upp úr, hún var farin sem sárabótarferð þar sem hópurinn átti að eyða viku við Como-vatnið í lok maí sem auðvitað gekk ekki upp vegna aðstæðna. Bústaðarferðin var næstum á pari við Ítalíu svo yndisleg var hún,“ segir hún brosandi.

- Auglýsing -

Mynd / Hallur Karlsson

Nældu þér í eintak til að nálgast uppskriftina að sítrónu- og hindberjabollakökum hennar Helenu sem hún segir bragðast best með ísköldum bleikum bubblum.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sítrónu- og hindberjakaka – Fullkomin í afmælisveisluna

Þessi kaka er ekki þessi dæmigerða afmæliskaka en við getum lofað að hún muni falla í kramið...

Súkkulaðisírópið sem gerir vöffluna ómótstæðilega

Það er eitthvað svo einstaklega notalegt við lyktina sem fyllir loftið á heimilinu þegar vöfflur og pönnukökur...

Ljúffeng pekanhnetubaka með þeyttum rjóma

Þessi ljúffenga pekanhnetubaka er fullkomnuð með þeyttum rjóma. Er ekki alveg tilvalið að baka smá um helgina? Pekanhnetubaka fyrir...

Kaka með brúnuðu smjöri og bökuðu hvítu súkkulaði

Bakaða hvíta súkkulaðið og brúnaða smjörið gefa þessari köku einstaklega góðan hnetukeim. Ég mæli með að bera...

Þessi er rosaleg – Súkkulaði- og saltkaramellubaka

Það er mun auðveldara er að gera karamellu en margir halda og því ekkert því til fyrirstöðu...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -