2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Byrjuðu í bílskúrnum heima

Góðir og spennandi veitingastaðir leynast víða, hvort sem er í sveit eða bæ. Veitingastaðurinn Mika í Reykholti í Biskupstungum er dæmi um einn slíkan. Einn sólríkan dag í sumar hittum við hjónin Michał og Bożenu Józefik sem eiga og reka staðinn.

 

Hjónin komu hingað til lands frá Póllandi í ævintýraleit árið 1997 og urðu Flúðir fyrir valinu, en þar hafa þau alltaf búið og unnið hin ýmsu störf. Árið 2011 opnuðu þau svo Mika en fyrst voru þau einungis með einfalt kaffihús þar sem heimagerða konfektið þeirra var aðalsmerki þeirra.

„Við áttum okkur draum um að hefja okkar eigin framleiðslu og jafnvel að opna veitingastað. Við byrjuðum í bílskúrnum með snakk úr maískorni og ostapopp en það gekk illa,“ segir Michal meðal annars. Hjónin segja sögu sína í nýjasta blaði Gestgjafans.

Þau segja margt hafa breyst frá því áður var þegar þau byrjuðu bara tvö og fáir gestir komu en svo jókst aðsóknin hægt og sígandi og í dag eru þau eru með fjölmargt starfsfólk í vinnu og meira en nóg að gera.

AUGLÝSING


Í 9. tölublaði Gestgjafans er að finna uppskrift að kartöflupönnukökum (Placki ziemniaczane) sem er fjölskylduuppskrift frá Póllandi.

Lestu viðtalið við Michal og Bożenu í heild sinni í 9. tölublaði Gestgjafans.

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni