2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Chenin ein af elstu þrúgunum í Loire-dalnum

Vín úr chenin-þrúgu, sem er upprunalega frá Loire-dalnum í Frakklandi, sjást lítið í hillum Vínbúðanna.

Chenin er þó ein af elstu þrúgunum í Loire-dalnum sem var kallaður „Garður Frakklands“ vegna mildrar veðráttu. Á 16. öld var chenin talin besta hvítvínsþrúgan og gekk þá undir nafninu plant d‘anjou, hún var valin til að rækta áfram og kom frá Monchenin-klaustrinu en þaðan kemur nafnið. Chenin kemur strax fram í Gargantua-bókinni eftir Rabelais 1534. DNA-rannsóknir sýna að chenin kemur frá savagnin-þrúgu og er að þessu leyti „systir“ sauvignon blanc og tengd cabernet sauvignon.

Chenin blanc er mikilvæg þrúga í miðjum Loire-dalnum og mikið notuð í Crémant de Loire og í Saumur- og Vouvray-freyðivín sem eru mild, fersk og með epla- og hunangstónum. En hún er einnig afar fjölhæf og vínin geta verið þurr, létt og fersk eins og Savennières, sæt (með botrytis) og mikil vín. Þekktust í þeim flokki eru sætu Vouvray-vínin en þá hafa þrúgurnar tekið eðalmyglu Bonnezeaux, Quart de Chaume og Savennières. Flest chenin-vín tileyra Anjour og AOC Anjou.

Chenin-þrúgan er ræktuð víðar en í Loire-dalnum og hefur hvergi fundið betra vistkerfi en í Suður-Afríku þar sem 1/3 af hvítvínunum eru úr henni. Chenin- þrúgan kom þangað á 17. öld þegar mótmælendur flúðu Frakkland og settust að í Suður-Afríku. Þar er hún kölluð „steen“ en það var ekki fyrr en um 1960 að ljóst varð að steen og chenin var ein og sama þrúgan.

 

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni