2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Chenin ein af elstu þrúgunum í Loire-dalnum

Vín úr chenin-þrúgu, sem er upprunalega frá Loire-dalnum í Frakklandi, sjást lítið í hillum Vínbúðanna.

Chenin er þó ein af elstu þrúgunum í Loire-dalnum sem var kallaður „Garður Frakklands“ vegna mildrar veðráttu. Á 16. öld var chenin talin besta hvítvínsþrúgan og gekk þá undir nafninu plant d‘anjou, hún var valin til að rækta áfram og kom frá Monchenin-klaustrinu en þaðan kemur nafnið. Chenin kemur strax fram í Gargantua-bókinni eftir Rabelais 1534. DNA-rannsóknir sýna að chenin kemur frá savagnin-þrúgu og er að þessu leyti „systir“ sauvignon blanc og tengd cabernet sauvignon.

Chenin blanc er mikilvæg þrúga í miðjum Loire-dalnum og mikið notuð í Crémant de Loire og í Saumur- og Vouvray-freyðivín sem eru mild, fersk og með epla- og hunangstónum. En hún er einnig afar fjölhæf og vínin geta verið þurr, létt og fersk eins og Savennières, sæt (með botrytis) og mikil vín. Þekktust í þeim flokki eru sætu Vouvray-vínin en þá hafa þrúgurnar tekið eðalmyglu Bonnezeaux, Quart de Chaume og Savennières. Flest chenin-vín tileyra Anjour og AOC Anjou.

Chenin-þrúgan er ræktuð víðar en í Loire-dalnum og hefur hvergi fundið betra vistkerfi en í Suður-Afríku þar sem 1/3 af hvítvínunum eru úr henni. Chenin- þrúgan kom þangað á 17. öld þegar mótmælendur flúðu Frakkland og settust að í Suður-Afríku. Þar er hún kölluð „steen“ en það var ekki fyrr en um 1960 að ljóst varð að steen og chenin var ein og sama þrúgan.

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni