2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Dásamlegar sítrónumúffur með heitum drykk

Múffur standa alltaf fyrir sínu og þessar eru með svolítið skemmtilegu tvisti þar sem við pörum saman sítrónu og tímían. Þessar hentar sérstaklega vel í teboðið og að sjálfsögðu líka með góðum kaffibolla eða rjúkandi heitu súkkulaði.

 

Sítrónumúffur með tímían

12-14 stk.

2 msk. fersk tímíanlauf
100 g sykur
125 g smjör, mjúkt
2 egg, stór
170 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 sítróna

Stillið ofninn á 200°C. Setjið tímían og sykur í mortél eða skál og merjið saman. Setjið blönduna í hrærivélarskál ásamt smjöri og hrærið saman þar til þetta er létt og kremkennt. Bætið eggjum í, einu í einu, og hrærið mjög vel saman.

AUGLÝSING


Blandið lyftidufti saman við hveitið og bætið út í ásamt berki af sítrónu og 2 msk. af sítrónusafa og hrærið þar til allt er samlagað. Setjið pappírsform í holur á múffumóti og skiptið deiginu í formin.

Bakið í 15 mín. og látið kólna aðeins. Lagið glassúrinn og hellið honum yfir volgar kökurnar, skreytið með tímíani.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir og Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni