2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Detroit – gullnáma fyrir sælkera og áhugafólk um bandaríska sögu

Bandaríska borgin Detroit, sem var lengi vel á niðurleið m.a. vegna efnahagsþrenginga, er orðin einstaklega áhugaverð heim að sækja eftir að hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga undanfarin ár.

Í borginni er mikið af góðum görðum og skemmtilegum og glænýjum „boutique“-hótelum. Á hverjum degi er sagt að ný búð, bar eða veitingastaður verði opnaður og það er einmitt það sem er svo spennandi við borgina sem er full af byggingakrönum, nýuppgerðum og yfirgefnum háhýsum sem bíða þess eins að röðin sé komin að þeim að vera gerð upp. Í þessari rokkuðu bílaborg er gott úrval af gómsætum mat og söfn sem eru algjör gullnáma fyrir áhugafólk um bandaríska sögu.

Frægur matur frá Detroit:  Coney-pylsur og ferkantaðar pítsur
Coney dog eða Coney-pylsur eru sennilega frægasti rétturinn sem kemur frá Detroit og hann er enginn herramannsmatur heldur ódýr pylsa. Ýmsar sögur og getgátur eru til um hvaðan nafnið er komið en menn eru þó nokkuð sammála um að Coney-pylsan sé komin frá grískum innflytjendum sem gerðu sína útgáfu af venjulegri amerískri pylsu. Í Detroit eru tvö veitingahús sem selja Coney-pylsuna frægu, American og Lafayette og segja má að einskonar matarskoðunarstríð ríki á milli íbúa Detroit um hvort þeir séu „American“- eða „Lafayette“-áhangendur. Þess ber þó að geta að einn staður til viðbótar gerir tilkall til réttarins, Tadoroff‘s Original Coney Island þó að íbúarnir tali minna um hann.

Ýmsar sögur og getgátur eru til um hvaðan nafnið er komið en menn eru þó nokkuð sammála um að Coney-pylsan sé komin frá grískum innflytjendum sem gerðu sína útgáfu af venjulegri amerískri pylsu.

Ástæðuna fyrir stríðinu á milli American og Lafayette má rekja til þess að tveir bræður, Bill og Gusto Keros, opnuðu veitingastaðinn American Coney Island í miðbæ Detroit árið 1919. Árið 1936 sinnaðist þeim og Bill ákvað í kjölfarið að opna sinn eigin stað við hliðina á American Coney Island og kallaði hann Lafayette Coney Island og síðan þá hafa menn rifist um hvor staðurinn sé betri.

En hvað er það sem gerir þessa pylsu svona sérstaka? Jú, hún er grilluð en ekki soðin eins og er gert víða annars staðar í Bandaríkjunum og svo er hún er borin fram með rjómakenndum chili-rétti sem gerður er úr nautahakki og ýmsu kryddi, þó veit enginn nákvæmlega hvert innihaldið er. Ofan á pylsuna er svo settur hrár laukur og sinnep, nammi namm.

AUGLÝSING


Buddy‘s Pizza
Allir vita að pítsan kemur frá Ítalíu, er það ekki? En það er með pítsuna eins og svo marga rétti sem þróast og breytast þegar þeir eru fluttir út fyrir landsteinana. Buddy‘s-pítsur eru einmitt gott dæmi um það hvernig matur getur breyst en þar voru búnar til fyrst til hinar svokölluðu Detroit-pítsur. Helsta einkenni þeirra er að þær eru ferkantaðar með mun þykkari botni en almennt tíðkaðist. Á Buddy‘s hefur verið boðið upp á ferkantaðar pítsur með loftkenndu Sikileyjardeigi með karamelliseruðum osti og heimagerðri sósu frá árinu 1946. Gaman er að fara á Buddy‘s Pizza sem er nánast eins og hann var árið sem hann var opnaður, pínulítill og „kitsaður“. Buddy‘s rekur 12 veitingahús en skemmtilegast er að fara á upphaflega staðinn sem er á 17125 Conant Street.
Vefsíða: buddyspizza.com

Á þessu safni sem var opnað árið 1985 er hægt að skoða stúdíóið þar sem Motown-tónlistin var tekin upp.

Söfn í Detroit: Motown
Flestir þekkja Motown-tónlistarstefnuna sem er einmitt upprunnin í Detroit. Orðið Motown er vísun í bílaborgina sjálfa, það er sett saman úr motor og town, motown. Á þessu safni sem var opnað árið 1985 er hægt að skoða stúdíóið þar sem Motown-tónlistin var tekin upp. Stúdíóið er í litlum bílskúr og því mjög fábrotið en það er einmitt það sem gerir það svo áhugavert. Fara verður um safnið í hópum með leiðsögumanni og tekur heimsóknin um 30 mín. Best er að panta tíma á vefsíðunni þeirra. Vefsíða: motownmuseum.org

örg fræg verk eru á safninu eftir þekkta listamenn en eitt það áhugaverðasta að mínu mati er freskan Detroit Industry eftir mexíkóska listamanninn Diego Rivera.

Detroit Institute of Arts
Listunnendur ættu ekki að láta þetta fallega safn fram hjá sér fara en það státar af yfir 100 sýningarsölum og er talið vera það sjötta stærsta í Bandaríkjunum þegar litið er til magns og verðmætis verka. Mörg fræg verk eru á safninu eftir þekkta listamenn en eitt það áhugaverðasta að mínu mati er freskan Detroit Industry eftir mexíkóska listamanninn Diego Rivera. Ég mæli með því að fólk fái leiðsögn um verkið sem er þjóðfélagsádeila og þekur veggi í heilum sal. Vefsíða: dia.org

Henry Ford-söfnin
Detroit er fæðingaborg Henry Ford sem sagt er að hafi sett heiminn á hjól. Í borginn eru nokkur sérlega skemmtileg og áhugaverð söfn sem tengjast sögu bílsins og Henry Ford sjálfum sem ég mæli eindregið með. Sjá nánar um þau og sögu borgarinnar á vefsíðunni okkar.

Ferðamáti:
WOW air flýgur til Detroit allan ársins hring. Verð frá 12.999 aðra leið með sköttum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni