2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Dill fékk Michelin-stjörnuna sína aftur

Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi hefur endurheimt Michelin-stjörnuna sína.

Gunnar Karl Gíslason, eigandi staðarins og matreiðslumaður á DILL, veitti viðurkenningunni viðtöku á Michelin Nordic-hátíðinni í Þrándheimi í Noregi.

Dill fékk fyrst Michelin-stjörnu árið 2017. Staðurinn missti stjörnuna í byrjun árs í fyrra og lokaði í kjölfarið, þá á Hverfisgötu. Nýr og glæsilegur DILL Restaurant sem staðsettur á annarri hæð við Laugaveg 59 var opnaður í lok október síðastliðnum.

AUGLÝSING


Sjá einnig: „Gesturinn á helst ekki að vilja fara“

Mynd / Hallur Karlsson

Lestu meira

Annað áhugavert efni