Fiskur er kærkominn kvöldmatur eftir kjötátið um páskana og því tilvalið að skella í þessar chili-kryddjurtafiskibollur. Frábært uppskrift sem er með svolitlu nýju tvisti og afar fersk.
Chili-kryddjurtarfiskibollur
fyrir 4
Límóna og dill passar einkar vel með fiski og laxinn gerir bollurnar hollari.
700 g hvítur fiskur eða fiskhakk
300 g lax, skorinn í bita
100 g sýrður rjómi
1 egg
hnefafylli ferskt dill, saxað, eða 2 msk. þurrkað
½ dl ferskur kóríander eða steinselja
½ rauður chili-pipar, saxaður
1 límóna, safi og börkur
2 msk. hveiti
salt og pipar
Maukið hvíta fiskinn í matvinnsluvél og setjið síðan í stóra skál. Blandið öllu sem er í uppskriftinni saman við og mótið bollur.
Steikið upp úr blöndu af smjöri og olíu. Berið fram á salatbeði og setjið límónubáta með. Kartöflur og smjör passa vel með þessum bollum.
Uppskrift / Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd / Rut Sigurðardóttir