• Orðrómur

Einfaldasta kaka í heimi – sem slær allstaðar í gegn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kladd-kökur eru sænskar afar einfaldar og bragðgóðar kökur en þær ganga í raun út á að allt hráefnið sé hrært saman í eina skál. Þetta eru því snilldarkökur fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í bakstirnum.

 

Fyrir utan að vera sjúklega einfaldar og fljótlegar eru þær einstaklega góðar. Hér er uppskrifta að margprófaðri kladd-köku sem við getum sannarlega mælt með.

Kókós-súkkulaði kladd-kaka með rjóma og sultu

u.þ.b. 8 sneiðar

- Auglýsing -

125 g smjör
2 egg
3 msk. kakó
2 ½ dl sykur
2 tsk. vanillusykur
1 ½ dl hveiti
1 dl sætt kókosmjöl (sweet coconut), fæst í Hagkaup en má líka nota venjulegt
1 peli rjómi
1 lítil askja jarðarber

Hitið ofinn í 175°C. Bræðið smjörið og setjið í skál. Blandið eggjum, kakói, sykri, vanillusykri, hveiti og kókosmjöli út í og hrærið allt saman. Smyrjið 22 cm smelluform og hellið deiginu í það. Bakið kökuna í miðjum ofni í u.þ.b. 20 mín., passið að hún ofbakist ekki, þá verður hún þurr.

Kælið kökuna, losið úr forminu og setjið á tertudisk, skreytið með þeyttum rjóma, ferskum eða frosnum berjum og berjasultu.

- Auglýsing -

Uppskrift / Sigríður Björk Bragadóttir
Mynd / Karl Petersson
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nauta-carpaccio og vínin sem passa með

Í nýjasta Gestgjafanum segja þeir Örn Erlingsson matreiðslumaður og Grétar Matthíasson, matreiðslu- og framreiðslumaður, lesendum frá Facebook-hópnum Þarf alltaf...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -