• Orðrómur

Einfaldasti eftirréttur í heimi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þessi eftirréttur er sérstaklega einfaldur og frísklegur. Við mælum með þessum fyrir þá sem nenna ekki að flækja hlutina.

Sítrónubúðingur
fyrir 6

470 ml rjómi
190 g sykur
1 msk. fínt rifinn
sítrónubörkur
6 msk. nýkreistur
sítrónusafi
jarðarber, til að bera fram með

- Auglýsing -

Setjið rjóma, sykur og sítrónubörk í miðlungsstóran pott og komið blöndunni
upp að suðu. Látið malla þar til sykurinn er allur uppleystur og rjóminn hefur soðið
niður eða í u.þ.b. 8-10 mín. Takið pottinn af hitanum og hrærið sítrónusafann saman við.

Látið kólna í u.þ.b. 20 mín. og hellið blöndunni því næst í gegnum fínt sigti þannig að sítrónubörkurinn sigtist frá. Hellið í sex lítil glös eða skálar og kælið án þess að setja neitt yfir í a.m.k. 3 klst.

Látið búðinginn standa við stofuhita í 10 mín. áður en hann er borinn fram með
ferskum jarðarberjum ef vill.

- Auglýsing -

*Ef ekki á að bera búðinginn fram strax má setja filmu yfir og geyma í kæli í allt að 48
klst.

Umsjón/ Folda Guðlaugsdóttir
Mynd/ Hákon Davíð Björnsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Eina fagtímaritið um mat og vín á Íslandi

Gestgjafinn

Tryggðu þér áskrift á 1.790 kr. á mánuði eða kauptu stakt blað á 1.890 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -