Einfaldlega gulrætur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Gómsætar uppskriftir að nautagúllas og gulrótarsúpu sem eru ferlega góðar á köldum degi.

 

Nautagúllas með gulrótum

500-600 g nautagúllas
2 msk. hveiti
3-4 msk. olía
4 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir
2 ½ cm engiferrót, smátt saxað
1 askja sveppir, gróft skornir
4-6 gulrætur, gróft skornar
steinselja eða kóríander
3 dl vatn, stundum þarf meira
gróft sjávarsalt
svartur nýmalaður pipar

Setjið hveitið í poka, kryddið með pipar og salti. Setjið gúllasbitana í pokann og hristið vel þannig að allar hliðar kjötsins séu vel þakktar, setjið til hliðar. Hitið 2 msk. af olíu á pönnu og steikið laukinn og engifer við meðalhita í 1-2 mínútur, bætið þá sveppunum og gulrótunum saman við og steikið við meðalhita í u.þ.b. 4-5 mínútur, passið að laukurinn brenni ekki. Hellið af pönnunni á disk og hitið restina af olíunni á háum hita og snöggsteikið kjötið á öllum hliðum þar til það er vel brúnað. Setjið þá grænmetisblönduna saman við og hellið vatni yfir og látið lok á, látið malla við meðalhita í u.þ.b. 20 mínútur. Hrærið í annað slagið og fylgist með hvort bæta þurfi vatni saman við. Berið fram með heimalagaðri kartöflumús eða hrísgrjónum og setjið svolítið af kóríander eða steinselju yfir réttinn. Sumir nota svolítinn matarlit til að dekkja sósuna, það er vissulega valkvætt.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Gulrótarsúpa

fyrir 2-3

2 msk. ólífuolía
2 msk. maukuð engiferrót
3 hvítlauksgeirar, marðir
500 g gulrætur, skornar í litla bita
7 dl kjúklingasoð
safi og börkur úr 1 límónu
pipar og salt

Hitið olíu í potti og steikið engifer og hvítlauk í 1-2 mínútur. Bætið gulrótum og kjúklingasoði saman við, hitið að suðu og látið malla 20-30 mínútur. Bætið límónusafa og berki við og sjóðið í 5-10 mínútur í viðbót. Maukið með töfrasprota og bragðbætið með salti og pipar og jafnvel meiri límónusafa. Berið fram með góðu brauði og sýrðum rjóma ef vill.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira

Ekta fiskisúpa í anda Miðjarðarhafsins

Suðræn sælkerasúpa sem vermir og nærir kroppinn.Fiskisúpa frá Sikiley fyrir 4-6Hér er uppskrift að ekta fiskisúpu í anda Miðjarðarhafsins. 4...