• Orðrómur

Einfaldur réttur sem hentar vel í miðri viku

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nautahakk er eitthvað sem margir grípa til á virkum dögum enda hráefni sem hentar í fljótlega og einfalda rétti. Ef þið viljið breyta út frá hinu hefðbundna hakk og spaghetti eða kjötbollum er tilvalið að prófa innbakað nautahakk.

 

Innbakað nautahakk
fyrir 4-6

300 g nautahakk
2 msk. olía
50 g chorizo-pylsa, smátt söxuð
150 g soðnar kartöflur, skornar í litla
bita
1 tsk. reykt paprika
2 msk. dijon-sinnep
2 msk. tómatsósa
3 msk. rjómaostur
salt og pipar
2 plötur smjördeig (fást tilbúnar
upprúllaðar)
1 eggjarauða, pískuð

- Auglýsing -

Byrjið á því að brúna hakkið í olíu á pönnunni með chorizo-pylsunni. Bætið restinni af hráefninu út á pönnuna og látið allt malla saman í 10-15 mínútur.

Hitið ofninn í 180°C. Rúllið annarri smjördeigsrúllunni á bökunarpappírsklædda ofnplötu, setjið fyllinguna á miðjuna, ekki alveg út í kant. Áður en hin rúllan er lögð yfir er gott að strá dálitlu af hveiti á hana, brjóta hana í tvennt og skera raufar í miðjuna, taka hana síðan upp og leggja hana varlega ofan á fyllinguna.

Þrýstið brúnunum vel saman og penslið með eggjarauðu. Bakið í 30 mínútur eða þar til bakan er orðin fallega gyllt að lit. Takið úr ofninum og látið kólna aðeins áður en rétturinn er borinn fram með salati og sýrðum rjóma.

- Auglýsing -

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Katrín Rut Bessadóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Litríkt og ljúffengt á vorlegum nótum

Nýtt blað Gestgjafans er komið út og að þessu sinni erum við á vorlegum nótum. Blaðið er...

Ljúffeng pekanhnetubaka með þeyttum rjóma

Þessi ljúffenga pekanhnetubaka er fullkomnuð með þeyttum rjóma. Er ekki alveg tilvalið að baka smá um helgina? Pekanhnetubaka fyrir...

Fljótlegur fingramatur í veisluna – Jalapeno- og paprikukúlur

Það er alltaf skemmtilegt að bjóða upp á fingramat í bland við stærri rétti á hlaðborðinu. Hér...

Heit beikonídýfa sem klárast alltaf í veislum

Brauðréttirnir eru þeir réttir sem yfirleitt hverfa fyrst í veislum og boðum enda prýðilegt mótvægi við dísætar...

Páskamaturinn í aðalhlutverki – Fjölbreytt, ferskt og flott

Nýjasti Gestgjafinn er kominn út en í þessu skemmtilega blaði leika páskasteikur og geggjað meðlæti stórt hlutverk.Gott...

Ostafranskar með beikoni og blámygluosti

Hver elskar ekki franskar? Hér kemur uppskrift að spennandi og djúsí rétti þar sem beikon og blámygluostur...

Mexíkóskar pönnsur sem krakkarnir elska – Réttur sem smellpassar í frystinn

Hagsýnir heimilisrekendur eiga alltaf eitthvað tiltækt í frystinum sem auðvelt er að grípa til þegar lítill tími...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -