2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Einföld skreyting sem lífgar upp á matarborðið

Það þarf ekki að vera flókið að lífga upp á matarborðið.

Servíettubrot þarf ekki alltaf að vera flókið til að vera fallegt. Þetta brot er afar einfalt og eiginlega meira skreytingarhugmynd en brot. Það er hægt að nota hvaða jurtir sem er inn í servíettuna, til dæmis falleg haustlauf eða litla grein. Þegar sest er að borðinu er tilvalið að vera með tóman vasa með vatni þar sem allir setja sinn litla vönd í, það er dálítil stemning í því að leyfa gestum að taka þátt í skreytingunum.

1. Brjótið fallega tauservíettu tvisvar horn í horn. Látið opnu hornin snú að ykkur.
2. Setjið saman lítinn blómvönd, 3-5 lítil blóm ættu að duga.
3. Leggið blómvöndinn í miðjuna og brjótið upp á eins og á mynd.
4. Bindið fallega slaufu utan um servíettuna og setjið á diskinn. Gott að gera þetta rétt áður en gestirnir koma þar sem blómin verða dauf ef þau eru lengi án vatns.

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni