Einn frægasti osturinn frá Frakklandi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Camembert er stundum nefndur konungur ostanna enda er hann sennilega frægasti osturinn frá Frakklandi og sá sem flestir borða.

Sagan segir að mótþróagjarn prestur sem neitaði að sverja eið að frönsku stjórnarskránni árið 1790 hafi flúið á bóndabýli í Camembert-þorpinu í Normandí þar sem Marie Harel kona ein bjó. Hann gaf Marie þessari uppskrift að osti frá sínu héraði, Ile de France og þannig varð camembert-osturinn til. Oft er mynd af Marie Harel á lokinu á ekta camembert-ostum frá Normandí.

Það var Napóleon þriðji sem á svo heiðurinn af því að gera ostinn vinsælan um gjörvalt Frakkland og það var hann sem gaf honum nafnið með því að kenna hann við bæinn sem hann var framleiddur í.

Oft er mynd af Marie Harel á lokinu á ekta camembert-ostum frá Normandí.

En þess ber að geta að ekki er einkaleyfi á nafninu og því eru til margar eftirlíkingar sem eru misjafnar að gæðum. Ekta camembert-ostar eru ávallt merktir camembert de Normandie og það liggur í hlutarins eðli að hann þykir sá besti.

Camembert-ostur er hvítmygluostur sem búinn er til úr kúamjólk. Hann er mjúkur og á í raun að vera seigfljótandi að innan þegar hans er neytt og þá er bragðið líka sterkast.

Myglusveppinum Penicillium candidum er sprautað í ostinn og á ríkan þátt í því að hann er svona bragðgóður. Í upphafi var osturinn með bláleita skorpu en sú hvíta var algengari á 20. öldinni.

Fátt er skemmtilegra en að kaupa osta í Frakklandi og við mælum eindregið með því að farið sé í ostaborðin í kjörbúðum eða í sérverslanir með osta, þar er oft hægt að spjalla við ostaafgreiðslufólkið, fá góðar ráðleggingar og oftast er hægt að fá að smakka ostana.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -