• Orðrómur

Einstaklega góður sítrónukjúklingur 

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þessi réttur á rætur sínar að rekja til Kína og er mjög vinsæll á kínverskum matsölustöðum um heim allan. Hann er oftast borinn fram með soðnum hvítum grjónum.

 

Sítrónukjúklingur með hvítum grjónum

fyrir 4

olía til steikingar
1 kg kjúklingabringur, skornar í lengjur eða kjúklingalundir
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
220 g hveiti
200 ml AB-mjólk

- Auglýsing -

Kryddið kjúklinginn með salti og pipar. Veltið honum upp úr hveiti, dýfið í AB-mjólkina og veltið honum síðan aftur upp úr hveitinu. Þrýstið hveitinu vel inn í kjúklinginn með höndunum. Gott er að gera 2-3 stykki af kjúklingi í einu svo hveitið verði ekki of blautt.

Hitið olíu á stórri pönnu á miðlungsháum hita. Steikið kjúklinginn á hvorri hlið í um 3-4 mín. eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Best er að steikja um 4-5 bita af kjúklingi í einu, fer eftir stærð pönnunar, passið að kjúklingurinn hafi nóg pláss til að steikjast því annars byrjar hann að soðna og nær ekki að vera stökkur.

Setjið kjúklinginn á disk með eldhúspappír og endurtakið ferlið þar til allur kjúklingurinn er eldaður. Penslið kjúklinginn með sítrónugljáa og berið fram strax.

- Auglýsing -

Gott er að bera þennan rétt fram með soðnum hvítum grjónum.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -