2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Einstaklega góður sítrónukjúklingur 

Þessi réttur á rætur sínar að rekja til Kína og er mjög vinsæll á kínverskum matsölustöðum um heim allan. Hann er oftast borinn fram með soðnum hvítum grjónum.

 

Sítrónukjúklingur með hvítum grjónum

fyrir 4

olía til steikingar
1 kg kjúklingabringur, skornar í lengjur eða kjúklingalundir
sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
220 g hveiti
200 ml AB-mjólk

Kryddið kjúklinginn með salti og pipar. Veltið honum upp úr hveiti, dýfið í AB-mjólkina og veltið honum síðan aftur upp úr hveitinu. Þrýstið hveitinu vel inn í kjúklinginn með höndunum. Gott er að gera 2-3 stykki af kjúklingi í einu svo hveitið verði ekki of blautt.

AUGLÝSING


Hitið olíu á stórri pönnu á miðlungsháum hita. Steikið kjúklinginn á hvorri hlið í um 3-4 mín. eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Best er að steikja um 4-5 bita af kjúklingi í einu, fer eftir stærð pönnunar, passið að kjúklingurinn hafi nóg pláss til að steikjast því annars byrjar hann að soðna og nær ekki að vera stökkur.

Setjið kjúklinginn á disk með eldhúspappír og endurtakið ferlið þar til allur kjúklingurinn er eldaður. Penslið kjúklinginn með sítrónugljáa og berið fram strax.

Gott er að bera þennan rétt fram með soðnum hvítum grjónum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni