2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ekki hella niður vínafgöngum því vín er frábært í matargerð

Hér eru nokkrar hugmyndir að réttum sem kalla hreinlega á vín!

 

Flestir sem eitthvað kunna fyrir sér í vínfræðum vita að hægt er að geyma vín í nokkra daga eftir að tappinn hefur verið tekinn úr. Í jólablaði Gestgjafans má einmitt finna grein um hvernig best sé að geyma vín eftir að þau hafa verið opnuð. Hér ætla ég því ekki að fara út í þá sálma heldur benda á nokkra rétti sem innihalda vín, rautt, hvítt og kampavín.

Ef ekki er tími til að gera einhverja af þessum réttum á næstu dögum mæli ég með að hella víninu í poka og frysta og grípa í þegar hentar. Alltaf má nota slettu af víni í pottrétti, súpur og sósur en hér eru nokkrar hugmyndir að réttum sem hreinlega byggja bragð sitt á víni. Þetta eru einunigs hugmyndir og því tilvalið að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn.

 

AUGLÝSING


Rauðvín

Coq au vin

Boeuf bourguignon

Ragout fátæka mannsins (gert eins og boeuf bourguignon án kjöts)

Rauðvínssósa

Osso-bucco

Hægeldaðir lambaskankar

Rauðvínssoðnar perur

Hvítvín – þurrt

Coq au vin

Kálfa- eða svínakjöt í sveppum með hvítvínssósu

Moule meuniere (kræklingur í hvítvíni)

hörpuskel í beurre-blanc sósu

Risotto

Sætt hvítvín

Ávaxtasalat

Ávaxtamauk

Chicken Francese (kjúklingur í hvítvínssósu) má líka nota þurrt hvítvín

Kampavín

Ávaxta- og berjasultur

Hvítir kökubotnar

Smjörkrem

Sorbet

 

Texti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Mynd / Terry Vlisidis

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni